Úr klóm smálána og fíkniefna - Daníel og Gísli Magnússynir

Daníel og Gísli Magnússynir eru bræður á þrítugsaldri. Gísli lenti ungur í klóm smálána og fjárhagserfiðleika í tengslum við fíkniefnaneyslu. Eftir að hafa tekist á við fíkniefnavandann þurfti hann að takast á við annan erfiðan andstæðing sem voru skuldir sem hann hafði safnað upp í neyslu. Skuldir sem voru að stórum hluta smálán. Bróðir hans Daníel rann blóðið til skyldunar og fór hann í að semja við kröfuhafa eftir að hafa fengið aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í þessu við...

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.