Verðmætasta eignin og Farsæl skref í fjármálum - Gunnar Baldvinsson

Gunnar Baldvinsson er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og var auk þess formaður Landssambands lífeyrissjóða um árabil. Hann hefur skrifað fjölmargar bækur um fjármál einstaklinga sem í dag eru nýttar til kennslu . Nýjasta bók hans Farsæl skref í fjármálum er nýkomin út og er til umræðu í þessum þætti.Gunnar ræðir einnig lífeyrismál og af hverju í eftirlaunum okkar er oft að finna verðmætustu eign okkar. Einnig ræðum við um: Mikilvægi þess að huga að lífeyrismálum sem fyrs...

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.