Vikumatseðill og viðbótarlífeyrissparnaður - Snædís Ögn Flosadóttir

Snædís Ögn sýslar með stórar upphæðir dags daglega en hún starfar sem framkvæmdastjóri þriggja eftirlaunasjóða. Hún lærði snemma í uppeldinu að hver einasta króna skiptir máli en hún varð ólétt 17 ára gömull og stofnar þá heimili. Besta ráðið sem Snædís hefur fengið og hún hefur reynt að temja sér er að skilja á milli gerviþarfa og raunverulegra þarfa. Hún hefur gert matseðil á sunnudagskvöldum fyrir fjölskylduna og segir þessa reglu að hafa skipulagt matarinnkaup og gert þa...

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.