Frumkvöðlaflugeldasýning á Norðurlandi

Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Markmið verkefnisins er að bæta nýtingu orkuauðlinda og auka nýsköpun í orkumálum á Norðausturlandi. Í þætti dagsins ætlum við að heyra meira um Eim, hvað þau eru að fást við og ekki síst kynnast framkvæmdastjóranum betur, Sesselju Ingibjörgu Barðdal Reynisdóttur, sem segir að frumkvöðlar séu eins og rakettur, saman geti þeir myndað fallega flugeldasýningu.

Om Podcasten

Lífæðar landsins er hlaðvarp Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Fjallað verður um orku- og veitumál frá hinum ýmsu hliðum. Gert er ráð fyrir að nýr þáttur komi inn mánaðarlega eða svo.