Hugum að hitaveitunni til framtíðar

Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur, lendir sífellt oftar í því að fólk vill spjalla við hana um hitaveitur á hliðarlínunni á fótboltamótunum í kjölfar skerðinga á heitu vatni í vetur. Mögulega hafi fólk verið vakið til umhugsunar um að jarðhitaauðlindin er ekki sjálfgefin.

Om Podcasten

Lífæðar landsins er hlaðvarp Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Fjallað verður um orku- og veitumál frá hinum ýmsu hliðum. Gert er ráð fyrir að nýr þáttur komi inn mánaðarlega eða svo.