#1 Héðinn Unnsteinsson: Andleg heilsa. Áhrif samfélagsmiðlanotkunar á líðan. Lífsorðin 14.

Hvað þurfum við að gera til að viðhalda góðri andlegri heilsu og almennri vellíðan? Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræðingur hefur fjallað um geðheilbrigðismál í tuttugu og fimm ár og deilt sinni reynslu af geðheilbrigði og geðhvörfum. Hann skrifaði bókina Vertu úlfur árið 2008 þar sem hann ræddi opinskátt um geðsveiflur sem hann fór í gegnum þá og hvernig hann vann sig út úr þeirri líðan með því að setja sér nokkur viðmið til að ná heilsu á ný. Hann kallar þau lífsorðin 14. Héðinn segir okkur öll vera ólík og mismunandi geðnæm. Mikilvægast sé þó að passa ávallt upp á svefninn, gæta að mataræðinu, neyta ekki eiturlyfja og annarra vímugjafa í viðkvæmu ástandi. Hann hvetur fólk einnig til að tileinka sér gjörhygli og núvitund með hugleiðslu til að þekkja og vinna betur með hugann. Að vera í punktinum er hans lykilsetning sem hann ræðir meðal annars um í þessu viðtali. Eldum rétt styrkir gerð hljóðvarpsins Lifum lengur. Hægt er að panta tilbúna matarpakka í gegnum vefsíðu þeirra www.eldumrett.is eða hafa samband. Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Skrifstofur: Smiðjuvegur 4b, 200 Kópavogur Sími: 571-1855 Netfang: eldumrett@eldumrett.is

Om Podcasten

Hlaðvarpið Lifum lengur er sjálfstætt framhald af samnefndum sjónvarpsþáttum sem sýndir eru á Sjónvarpi Símans Premium. Þeir fjalla um lykilstoðir heilsu: næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Í hlaðvarpinu Lifum lengur verður áfram fjallað um lykilstoðirnar með ítarlegri viðtölum við ýmsa sérfræðinga og einstaklinga sem vilja deila með okkur fróðleik um hvernig hægt er að viðhalda góðri heilsu. Allar ábendingar og hugmyndir um umfjöllunarefni eru vel þegnar og hægt er að senda þær á lifumlengur@gmail.com