#1 Héðinn Unnsteinsson: Andleg heilsa. Áhrif samfélagsmiðlanotkunar á líðan. Lífsorðin 14.
Hvað þurfum við að gera til að viðhalda góðri andlegri heilsu og almennri vellíðan? Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræðingur hefur fjallað um geðheilbrigðismál í tuttugu og fimm ár og deilt sinni reynslu af geðheilbrigði og geðhvörfum. Hann skrifaði bókina Vertu úlfur árið 2008 þar sem hann ræddi opinskátt um geðsveiflur sem hann fór í gegnum þá og hvernig hann vann sig út úr þeirri líðan með því að setja sér nokkur viðmið til að ná heilsu á ný. Hann kallar þau lífsorðin 14. Héðinn segir okkur öll vera ólík og mismunandi geðnæm. Mikilvægast sé þó að passa ávallt upp á svefninn, gæta að mataræðinu, neyta ekki eiturlyfja og annarra vímugjafa í viðkvæmu ástandi. Hann hvetur fólk einnig til að tileinka sér gjörhygli og núvitund með hugleiðslu til að þekkja og vinna betur með hugann. Að vera í punktinum er hans lykilsetning sem hann ræðir meðal annars um í þessu viðtali. Eldum rétt styrkir gerð hljóðvarpsins Lifum lengur. Hægt er að panta tilbúna matarpakka í gegnum vefsíðu þeirra www.eldumrett.is eða hafa samband. Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Skrifstofur: Smiðjuvegur 4b, 200 Kópavogur Sími: 571-1855 Netfang: eldumrett@eldumrett.is