#10 Hvernig eflum við ónæmiskerfið og verjumst Covid 19? Ónæmisdekur í heimsfaraldri.

Rifrildi við maka eða einhvern nákominn og fjögurra tíma svefn getur verið nóg til að fella niður varnir ónæmiskerfisins og valdið því að við erum móttækilegri fyrir hvers kyns vírusum þar á meðal kórónuvírusnum. Reykingar og áfengisneysla hafa mikil áhrif á varnir ónæmiskerfisins og meira að segja neysla nikótíns þótt það sé ekki í sígarettum. Helga Arnardóttir ræðir við Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlækni á ónæmisfræðideild Landspítalans sem leggur til að landsmenn allir fari í ónæmisdekur eins og hann kýs að kalla það í þessum skæða heimsfaraldri. Hreyfing nokkrum sinnum í viku, hreint og gott mataræði með litskrúðugu grænmeti og ávöxtum, lítil streita og álag eru þættir sem styrkja varnir ónæmiskerfisins til muna. Við getum með þessu móti varið okkur fyrir því að fá kórónuvírusinn og mögulega komist betur út úr veikindunum ef við smitumst. Sjónvarp Símans styrkir þessa hlaðvarpsþáttaseríu en báðar sjónvarpsþáttaseríur af Lifum lengur eru sýndar hjá Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsta serían fjallar um fjóra lykilþætti heilsu; næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Seinni þáttaröðin fjallar um langlífustu þjóðir heims á svokölluðu Bláu svæðunum og þar sem Helga Arnardóttir heimsækir langlífa bæði erlendis og hér á landi og og kafar ofan í leyndarmál langlífis.

Om Podcasten

Hlaðvarpið Lifum lengur er sjálfstætt framhald af samnefndum sjónvarpsþáttum sem sýndir eru á Sjónvarpi Símans Premium. Þeir fjalla um lykilstoðir heilsu: næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Í hlaðvarpinu Lifum lengur verður áfram fjallað um lykilstoðirnar með ítarlegri viðtölum við ýmsa sérfræðinga og einstaklinga sem vilja deila með okkur fróðleik um hvernig hægt er að viðhalda góðri heilsu. Allar ábendingar og hugmyndir um umfjöllunarefni eru vel þegnar og hægt er að senda þær á lifumlengur@gmail.com