#3 Guðmundur Freyr Jóhannsson lyf-og bráðalæknir. Ketó og lágkolvetnamataræði við sykursýki 2.
Hvernig er hægt að snúa við einkennum efnaskiptaheilkennis og sykursýki 2 með breyttu mataræði og lífstíl? Hentar ketó og lágkolvetnamataræði öllum og hvað segja læknar og rannsóknir um áhrif þessara matarkúra? Guðmundur Freyr Jóhannsson lyf-og bráðalæknir hefur talað fyrir breyttu mataræði á Íslandi í nokkur ár og hvatt til þess að fólk endurskoði slæmar matar- og lífstílsvenjur sínar í því augnamiði að ná betri heilsu. Sykursýki 2 sé að verða heimsfaraldur og fæstir þekki einkenni forstigs sjúkdómsins sem geti verið óljós í fyrstu. Helga Arnardóttir ræðir við Guðmund um jákvæð áhrif ketó og lágkolvetnamataræðis á sykursýki 2 og efnaskiptaheilkenni og hvað rannsóknir sýna. Hann talar einnig um allar mýturnar um ketókúrinn og aðra áhrifaþætti en mataræði sem geta aukið insúlínviðnám og leitt til efnaskiptaheilkennis ef slæmt ástand varir lengi. Eldum rétt styður gerð hlaðvarpsins Lifum lengur. Hægt er að panta matarpakka á www.eldumrett.is Netfang: eldumrett@eldumrett.is Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Sími: 571-1855