#5 Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur (Ragga nagli)- Óheilbrigðar matarvenjur og skammtastærðir.

Vissir þú að ef fólk borðar af minni diski þá borðar það 25% minna samkvæmt rannsóknum? Getur verið að við borðum of stóra matarskammta í hugsunarleysi? Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur eða Ragga nagli eins og flestir þekkja hana hefur mikið talað fyrir næringu í núvitund (mindful eating)og unnið með fjölda einstaklinga sem eru með óheilbrigðar matarvenjur. Hún hefur sérhæft sig í þessum fræðum og segir mikilvægt að við lærum að borða mat á meðvitaðan hátt og að við gefum okkur góðan tíma til að borða í stað þess að gleypa í okkur matinn á methraða. Hún segir líka að uppeldið geti mótað matarvenjur okkar og valdið því að við eigum í óeðlilegu sambandi við mat á fullorðinsárum. Ragnhildur ræðir við Helgu Arnardóttur þáttastjórnanda Lifum lengur og gefur hlustendum góð ráð um heilbrigðari matarvenjur og bendir á öðruvísi leiðir til að njóta matarins á meðvitaðan og eðlilegan hátt. Eldum rétt styður gerð hlaðvarpsins Lifum lengur. Hægt er að panta matarpakka á www.eldumrett.is Netfang: eldumrett@eldumrett.is Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Sími: 571-1855

Om Podcasten

Hlaðvarpið Lifum lengur er sjálfstætt framhald af samnefndum sjónvarpsþáttum sem sýndir eru á Sjónvarpi Símans Premium. Þeir fjalla um lykilstoðir heilsu: næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Í hlaðvarpinu Lifum lengur verður áfram fjallað um lykilstoðirnar með ítarlegri viðtölum við ýmsa sérfræðinga og einstaklinga sem vilja deila með okkur fróðleik um hvernig hægt er að viðhalda góðri heilsu. Allar ábendingar og hugmyndir um umfjöllunarefni eru vel þegnar og hægt er að senda þær á lifumlengur@gmail.com