#8 Erla Björnsdóttir- Svefnleysi og áhrif þess á þunglyndi og ofþyngd.

Langvarandi svefnleysi getur haft afdrifarík áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Svefninn er ótrúlega vanmetið fyrirbæri, við höldum öll að við getum bætt okkur upp svefnleysi en rannsóknir sýna núna með óyggjandi hætti að við bætum okkur það aldrei upp ef við missum hann á annað borð. Það myndast bólgur í líkamanum við svefnleysi og það getur átt stóran þátt í þunglyndi og ofþyngd svo dæmi séu tekin þar sem hormónastarfsemin raskast, ásamt fjölmörgum öðrum líkamlegum og geðrænum kvillum. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum er síðasti gestur Helgu Arnardóttur í fyrstu seríu af Lifum lengur. Hún er höfundur bókarinnar Svefn og hún fræðir hlustendur um skaðsemi svefnleysis, hvernig hægt er að breyta slæmum svefnvenjum með einföldum leiðum og gefur góð ráð til að ná betri svefni í þágu heilsunnar. Eldum rétt styður gerð hlaðvarpsins Lifum lengur. Hægt er að panta matarpakka á www.eldumrett.is Netfang: eldumrett@eldumrett.is Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Sími: 571-1855

Om Podcasten

Hlaðvarpið Lifum lengur er sjálfstætt framhald af samnefndum sjónvarpsþáttum sem sýndir eru á Sjónvarpi Símans Premium. Þeir fjalla um lykilstoðir heilsu: næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Í hlaðvarpinu Lifum lengur verður áfram fjallað um lykilstoðirnar með ítarlegri viðtölum við ýmsa sérfræðinga og einstaklinga sem vilja deila með okkur fróðleik um hvernig hægt er að viðhalda góðri heilsu. Allar ábendingar og hugmyndir um umfjöllunarefni eru vel þegnar og hægt er að senda þær á lifumlengur@gmail.com