#1 Rafn Franklín

Gestur þáttarins er Rafn Franklín. Rafn er mikill viskubrunnur og hefur fetað áhugaverðar leiðir og ere inn þeirra sem hafa óþreytandi áhuga á að bæta við sig þekkingu sem er næg fyrir. Eftir að hafa kynnst Rafni fyrr árinu þegar ég fór í viðtal í hlaðvarpið hans 360heilsa hefur okkur orðið vel til vina þar sem við deilum mörgu sameiginlegu og mér fannst við hæfi að fá hann í viðtal á þessum tímapunkti þegar við erum í mesta skammdeginu og líkamsræktarstöðvar eru lokaðar, við fjöllum um covid æfingar og strúktúr, veltum við steinum í mataræðispælingum og svörum spurningum. Rafn starfar sem einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í hreyfingu, er sölu & markaðsstjóri Purenatura og heldur úti hlaðvarpinu og vefsíðunni 360 heilsa. Góða hlustun!

Om Podcasten

Er í umsjón Björns Þórs Sigurbjörnssonar einkaþjálfara. Tilgangur hlaðvarpsins er að fá fólk úr ýmsum áttum til að ræða það sem viðkemur heilsu og heilbrigði. Það er fátt sem ekki viðkemur heilsunni í daglegu lífi hvort sem við áttum okkur á því eða ekki. Hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, YouTube og á vefsíðunni likami.is. Instagram: @bjoddi_tjalfari Facebook: @bjornthoreinkaþjalfari YouTube: @Björn Þór Sigurbjörnsson