#4 Beggi Ólafs - betri í dag en í gær

Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, er knattspyrnumaður, mastersnemi í hagnýtri jákvæðari sálfræði og þjálfunarsálfræði og fyrirlesari. Beggi hefur mikla ástríðu fyrir því hvernig fólk getur lifað þýðingamiklu lífi og hámarkað tilvist sína á þessari jörð. Einn liður í því að verða betri einstaklingur í dag en í gær er að sinna heilsunni, sem Beggi hugar mikið að, hann er nýbúinn að gefa út bókina tíu skref í átt að innihaldsríku lífi sem er stórkostleg bók. Beggi heldur úti vefsíðunni www.beggiolafs.com og er á instagram undir beggiolafs.

Om Podcasten

Er í umsjón Björns Þórs Sigurbjörnssonar einkaþjálfara. Tilgangur hlaðvarpsins er að fá fólk úr ýmsum áttum til að ræða það sem viðkemur heilsu og heilbrigði. Það er fátt sem ekki viðkemur heilsunni í daglegu lífi hvort sem við áttum okkur á því eða ekki. Hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, YouTube og á vefsíðunni likami.is. Instagram: @bjoddi_tjalfari Facebook: @bjornthoreinkaþjalfari YouTube: @Björn Þór Sigurbjörnsson