#6 Íris Huld og Einar Carl í Primal - sigraðu streituna, öndun, taugakerfið og saga þeirra hjóna

Viðmælendur þáttarins eru hjónin Íris Huld Guðmundsdóttir íþróttafræðingur og markþjálfi og Einar Carl Axelson nuddari og yfirþjálfari í Primal. Ég fékk þau til mín í viðtal eftir að hafa lengi fylgst með þeirra flottu vinnu sem þau hafa unnið og vinna. Í þættinum segir Íris frá upphafi Sigrum streituna námskeiðsins sem er mjög vinsælt, og Einar Carl talar um hugmyndafræði Primal, sögu þess og gefur parktísk ráð við þjálfun. Þau bæði eru mjög áhugaverðir einstaklingar sem athyglisvert er að fylgjast með. Íris Huld á instagram  Einar Carl á instagram Heimasíða primal.is

Om Podcasten

Er í umsjón Björns Þórs Sigurbjörnssonar einkaþjálfara. Tilgangur hlaðvarpsins er að fá fólk úr ýmsum áttum til að ræða það sem viðkemur heilsu og heilbrigði. Það er fátt sem ekki viðkemur heilsunni í daglegu lífi hvort sem við áttum okkur á því eða ekki. Hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, YouTube og á vefsíðunni likami.is. Instagram: @bjoddi_tjalfari Facebook: @bjornthoreinkaþjalfari YouTube: @Björn Þór Sigurbjörnsson