#9 Helgi "Flex" Guðmundsson: Líkamsrækt, heimakennsla barna hans og skólakerfið

Áður en við tókum upp þáttinn þá tókum við æfingu saman sem var virkilega góð, og við hæfi að byrja spjallið á því sem við ræddum um á æfingunni. Á 13 mín byrja ég að spyrja Helga út í það sem hann og kona hans Rut Sigurðardóttir ákváðu að gera eftir mikla rannsóknavinnu sem var að hafa börn sín tvö í heimaskóla þar sem þau blómstra. Helgi sem er kennaramenntaður auk þess að vera íþróttafræðingur og einkaþjálfari segir frá áhugaverðri sín sinni á skólakerfið og  hugmyndafræði heimaskólans sem börn hans sækja, mjög áhugavert!   Þátturinn er unninn í samstarfi við World Class og HealthyCo 

Om Podcasten

Er í umsjón Björns Þórs Sigurbjörnssonar einkaþjálfara. Tilgangur hlaðvarpsins er að fá fólk úr ýmsum áttum til að ræða það sem viðkemur heilsu og heilbrigði. Það er fátt sem ekki viðkemur heilsunni í daglegu lífi hvort sem við áttum okkur á því eða ekki. Hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, YouTube og á vefsíðunni likami.is. Instagram: @bjoddi_tjalfari Facebook: @bjornthoreinkaþjalfari YouTube: @Björn Þór Sigurbjörnsson