Fjóla Þorvaldsdóttir

Í þættinum segir Fjóla Þorvaldsdóttir sögu sína. Hún útskrifaðist sem fóstra 1983 og lauk meistaraprófi á síðasta ári. Meistaraverkefnið hennar fólst í því að gera námsvef um upplýsingatækni sem heitir Fikt (fikt.kopavogur.is). Fjóla segir okkur einnig frá áhugaverðum menntabúðum sem verða 23. október á vegum faghóps um skapandi leikskólastarf. Fjóla hefur einnig verið varaformaður félags leikskólakennara.

Om Podcasten

Límónutréð er hlaðvarp um leikskólamál. Rætt verður um allt milli himins og jarðar sem tengist leikskólastarfi og gestir þáttanna koma úr öllum áttum leikskólasamfélagsins