Reynsla karla af leikskólastörfum - Dr. Þórdís Þórðardóttir

Í þættinum segir Dr. Þórdís Þórðardóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, okkur frá nýrri bók sem fjallar um reynslu karla af leikskólastörfum. Bókin heitir Exploring Career Trajectories of Men in the Early Childhood Education and Care Workforce: Why They Leave and Why They Stay. Ritstjórar eru David L. Brody, Kari Emilsen, Tim Rohrmann og Jo Warin. Bókin byggir á niðurstöðum úr alþjóðlegri rannsókn sem fram fór í þrettán löndum víðs vegar um heiminn. Þórdís er meðhöfundur tveggja kafla í bókinni.  Nánari upplýsingar um bókina er að finna hér

Om Podcasten

Límónutréð er hlaðvarp um leikskólamál. Rætt verður um allt milli himins og jarðar sem tengist leikskólastarfi og gestir þáttanna koma úr öllum áttum leikskólasamfélagsins