#17 Rafn Heiðar Ingólfsson - Hjáveita - "Púkinn á öxlinni á mér sagði mér það að ef ég færi nú í þessa aðgerð að þá yrði nú lífið bara miklu betra"

Rafn Heiðar Ingólfsson, matreiðslumeistari, eða Rabbi eins og hann er gjarnan kallaður ólst upp á Fáskrúðsfirði hjá ungri einstæðri móður. Árið 2008 flutti hann til Danmerkur og var á mjög slæmum stað andlega og taldi ástæðuna fyrir þessari vanlíðan vera ofþyngdin og var viss um að þegar hann væri orðinn grannur yrði allt betra. Árið 2011 gekkst hann undir magahjáveitu í gegnum danska heilbrigðiskerfið. Rabbi segir okkur frá því hvernig það var að fara í gegnum ferlið í Danmörku og ræðir opinskátt um baráttuna við fíknina.

Om Podcasten

Litli mallakúturinn eru hlaðvarpsþættir í umsjón Gunnars Ásgeirssonar þar sem rætt er við fólk sem hefur gengist undir aðgerðir á maga vegna offitu (Hjáveita, ermi eða magaband) Vilt þú segja þína sögu í þættinum? Endilega hafðu samband á netfangið gunnsi@gunnsi.is