Fötlunarfordómar

Eru fötlunarfordómar í samfélaginu og ef svo er, hvernig birtast þeir? Í þættinum fræðumst við um fötlunarfordóma í gegnum þær Ingu Bjork Bjarnadóttur og Jönu Birtu Björnsdóttur, sem báðar eru fatlaðar og tilheyra aktivistahópnum Tabú sem stofnaður var árið 2014. Hópurinn berst fyrir meiri sýnileika fatlaðs fólks - enda eigi það rétt á plássi, valdi og virðingu í samfélaginu. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Inga Björk Bjarnadóttir og Jana Birta Björnsdóttir.

Om Podcasten

Í þættinum er rætt við fólk sem þú vilt vita meira um, sagðar sögur af körlum og konum sem þú vissir ekki að væru til og aflað heimilda um atburði sem þú gast ekki ímyndað þér að hefðu átt sér stað, skildir ekki eða hafðir ekki uppgötvað að væru áhugaverðir. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.