Frá Afghanistan til Íslands

Í þættinum heyrum við sögu Zöhru Mesbah Sayed Ali sem kom til Íslands frá Íran ásamt systur sinni og móður fyrir sex árum síðan. Þó það hafi tekið á í fyrstu að venjast nýju landi þá hafa þær aðlagast vel og nú eru þær allar komnar með íslenskan ríkisborgararétt. Zahra hefur náð góðum tökum á íslensku, stofnað sína eigin túlkaþjónustu og stefnir á að láta drauminn um að verða tannlæknir rætast. Viðmælendur: Zahra Mesbah Sayed Ali Hava Forout­an Mohammad Hossein Hass­an Raza Ak­bari

Om Podcasten

Í þættinum er rætt við fólk sem þú vilt vita meira um, sagðar sögur af körlum og konum sem þú vissir ekki að væru til og aflað heimilda um atburði sem þú gast ekki ímyndað þér að hefðu átt sér stað, skildir ekki eða hafðir ekki uppgötvað að væru áhugaverðir. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.