Kettir

Í þrettánda þætti af Málið er kannar Viktoría Hermannsdóttir kattaheiminn á Íslandi. Kettir hafa fylgt manninum frá örófi alda og sérstakt samband skapast milli katta og manna. Við tölum við fólk sem hefur að einhverju leyti tileinkað líf sitt köttum og heyrum óvenjulegar og skemmtilegar sögur af köttum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Halldóra Snorradóttir Ragnheiður Gróa Hafsteinsdóttir Hanna Ólafsdóttir Gígja Sara Björnsson

Om Podcasten

Í þættinum er rætt við fólk sem þú vilt vita meira um, sagðar sögur af körlum og konum sem þú vissir ekki að væru til og aflað heimilda um atburði sem þú gast ekki ímyndað þér að hefðu átt sér stað, skildir ekki eða hafðir ekki uppgötvað að væru áhugaverðir. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.