Föstudagsfeðgarnir Stefán og Haraldur Ari og matarspjall frá Róm

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru aftur tveir, eins og í síðustu viku, en í þetta sinn eru það feðgar. Ekki nóg með það heldur leikstýrir faðirinn syninum í leikriti sem fjallar um feðga. Þetta eru þeir Stefán Jónsson, leikari og leikstjóri og Haraldur Ari Stefánsson leikari og tónlistarmaður. Við spjölluðum við þá í dag um lífið, listina og tilveruna. Við fórum með þeim aftur í tímann og fundum hvar leiklistin fór að láta á sér kræla hjá þeim hvorum fyrir sig. Og svo spjölluðum við auðvitað líka um leikritið Sýslumaður dauðans sem þeir eru að vinna saman í, en þetta er í fyrsta skipti sem þeir vinna saman á leiksviði. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað nema að þessu sinni var það í beinni útsendingu frá þeirri mögnuðu borg Róm, en þar hefur Sigurlaug dvalið undanfarna daga við að rannsaka mat og drykk. Róm er margslungin borg og maturinn magnaður. Guðrún var í beinni frá Akureyri og Gunnar var í Efstaleitinu á meðan sólargeislarnir léku um Sigurlaugu á meðan hún talaði meðal annars um spaghetti carbonara og rómveskar pizzur. Tónlist í þættinum: Snefill / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson, Magnús Trygvason Eliassen og Daníel Friðrik Böðvarsson) Til þín / Haraldur Ari Stefánsson og Unnsteinn Manuel (Laurent Bourque, Ingi Þór Garðarsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, texti Haraldur Ari Stefánsson og Unnsteinn Manuel) Ást / Karlakórinn Fóstbræður (Magnús Þór Sigmundsson, ljóð Sigurður Nordal) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Om Podcasten

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1. netfang: mannlegi@ruv.is Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.