Föstudagsgesturinn Björn Jörundur Friðbjörnsson og matarspjall um haustmat ofl.

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn er tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Hann þarf vart að kynna fyrir hlustendum en hefur auðvitað verið í hljómsveitinni Nýdönsk í vel á fjórða áratug, gefið út tónlist í eigin nafni auk fjölda annarra verkefna í tónlistinni. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, frá því að hann lék sitt fyrsta hlutverk í Sódómu Reykjavík. Nú síðast lék hann annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ljósvíkingar, sem var frumsýnd í síðustu viku. Svo er það matarspjallið með frú Sigurlaugu Margréti. Í dag fikruðum mig okkur inn í haustið, varlega, og skoðuðum mat sem gott er að ylja sér við í fækkandi hitastigum...ekki hitaeiningum. Tónlist í þættinum: Don’t try to fool me / Jóhann G. Jóhannsson (Jóhann G. Jóhannsson) Þá kemur þú / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson) Á sama tíma að ári / Nýdönsk og Svanhildur Jakobsdóttir (Björn Jörundur Friðbjörnsson)

Om Podcasten

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1. netfang: mannlegi@ruv.is Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.