Varð blind af streitu, nýtt íslenskt forrit slær í gegn í kvikmyndabransanum

Anna María Hjálmarsdóttir varð skyndilega blind á öðru auga fyrir umþaðbil ári síðan, án þess að nokkur skýring fyndist og hún var send í sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hún undirgekkst ótal rannsóknir í kjölfarið. Í nóvember missti hún svo sjónina á hinu auganu og varð því alveg blind. Eftir margar rannsóknir og tilgátur lækna, varð það helst ofan á að líklega hafi langvarandi streita valdið blindunni. Við heyrðum sögu Önnu Maríu. Íslenska framleiðslufyrirtækið Polarama er um þessar mundir að kynna nýja hugbúnaðarlausn á markað sem hjálpar framleiðslufyrirtækjum um allan heim að finna myndræna og ævintýralega tökustaði fyrir kvikmyndir og auglýsingar, hér á landi og erlendis. Forritið ber heitið MASSIF og er fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hefur verið í þróun um allnokkurt skeið. Þá heyrðum við einnig af spennandi kvikmyndaverkefnum sem Polarama er að framleiða í samvinnu við erlenda framleiðendur og eitt þeirra er byggt á bókinni REFURINN eftir Sólveigu Pálsdóttur glæpasagnahöfund. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR

Om Podcasten

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1. netfang: mannlegi@ruv.is Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.