Afmælismatarspjall og Heima hjá lækninum í eldhúsinu

Matarspjallið var á sínum stað með Sigurlaugu Margréti, en hún á afmæli í dag. Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu, kom sem óvæntur gestur í þáttinn, var í rauninni afmælisgjöf þáttarins til Sigurlaugar, en hann kom með nýju bókina sína, glóðvolga úr prentun, Heima hjá lækninum í eldhúsinu. Ragnar sagði frá tilurð bókarinnar og uppskriftunum sem hann eldaði allar heima hjá sér.

Om Podcasten

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, spjallar um mat, uppskriftir og sitthvað fleira sem tengist matargerð í Mannlega þættinum á rás 1 á föstudögum.