Afmælismatarspjall og Heima hjá lækninum í eldhúsinu
Matarspjallið var á sínum stað með Sigurlaugu Margréti, en hún á afmæli í dag. Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu, kom sem óvæntur gestur í þáttinn, var í rauninni afmælisgjöf þáttarins til Sigurlaugar, en hann kom með nýju bókina sína, glóðvolga úr prentun, Heima hjá lækninum í eldhúsinu. Ragnar sagði frá tilurð bókarinnar og uppskriftunum sem hann eldaði allar heima hjá sér.