Albert og pönnukökurnar

Eftir matarspjallið í síðustu viku, þar sem Sigurður Pálmason sagði okkur sögu af pönnukökubakstri og upp kom umræða um pönnukökuuppskriftir, þá fengum við fjöldann allan af tölvupóstum og skilaboðum með yfirlýsingum um bestu uppskriftirnar, sem allir voru sannfærðir um að væri þeirra og einnig nokkrar pönnukökusögur. Við héldum því áfram að ræða pönnukökur í matarspjalli dagsins og fengum til okkar góðvin þáttarins, Albert Eiríksson, sem er auðvitað, ofan á allt annað, meistari í pönnukökubakstri.

Om Podcasten

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, spjallar um mat, uppskriftir og sitthvað fleira sem tengist matargerð í Mannlega þættinum á rás 1 á föstudögum.