Albert, Ólafur Darri og sulturnar

Albert Eiríksson kom til okkar og var með okkur í stað Sigurlaugar Margrétar í matarspjalli dagsins. Hann fræddi okkur um sultur, nú er sultutíð, rabarbarar, rifsberja, bláberja, og fleiri týpur af sultu. Óvæntur gestur kom í matarspjallið, Ólafur Darri Ólafsson leikari, sem bauð sig fram sem sultusmakkara og stóð hann sig afskaplega vel í því hlutverki, eins og öllum hlutverkum sem hann tekur að sér, til dæmis sem ráðherra í samnefndum sjónvarpsþáttum sem hefja göngu sína í sjónvarpinu á sunnudag.

Om Podcasten

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, spjallar um mat, uppskriftir og sitthvað fleira sem tengist matargerð í Mannlega þættinum á rás 1 á föstudögum.