Áslaug og Undir 1000 fyrir tvo
Í matarspjalli dagsins spjölluðum við um ódýran og góðan mat sem auðvelt er að rétta. Nýverið kom út bókin Undir 1000 fyrir tvo eftir Áslaugu Björgu Harðardóttur. Hún segist hafa tekið upp á því að setja saman þessa bók eftir að vera búin að púsla tíu þúsund púsl í kófinu. Áslaug var með okkur í matarspjalli dagsins.