Bergsteinn og Lostæti með lítilli fyrirhöfn
Matarspjallið var á sínum stað í Mannlega þættinum og í dag kom Sigurlaug Margrét með góðan gest með sér. Bergsteinn Sigurðsson umsjónarmaður Menningarinnar í sjónvarpinu. Hann sagði okkur frá uppáhaldsmatnum í æsku þegar hann var að alast upp á Vestfjörðum og svo kom hann með mjög skemmtilega matreiðslubók með sér, Lostæti með lítilli fyrirhöfn, sem var gefin út árið 1981 á Íslandi, en kom fyrst út áratug áður í Bretlandi. Í henni eru 336 yndislegar uppskriftir með ljósmyndir af hverjum rétti. Maður fer bókstaflega aftur í tímann við að fletta þessari bók.