Bollur og saltkjöt, túkall!
Í matarspjalli dagsins í Mannlega þættinum töluðum við auðvitað um bollur og saltkjöt og baunir. Við spurðum: Eru gömlu góðu bollurnar með rjóma sultu og glassúr á undanhaldi? Eru pipar og lakkrís bragðið að taka yfir og allar nýjungar í bollugerðinni og hvort eru betri, ger eða vatnsdeigsbollur? Bollur og saltkjöt, túkall!