Bröns / Dögurður
Matarspjallið í Mannlega þættinum var áskorun fyrir Guðrúnu og Gunnar í dag í fjarveru Sigurlaugar Margrétar sem er komin í sumarfrí og því þurftu þau að afgreiða matarspjallið sjálf. Sá sérréttur sem Gunnar er einna stoltastur af er svokallaður bröns eða dögurður. Bröns er uppáhaldsmáltíð Gunnars, því ákvað hann að ausa úr sínum takmarkaða viskubrunni því sem honum finnst skipta máli til að sú máltíð heppnist vel.