Djúpt Sesarsalat
Í matarspjalli dagsins fengum við Þórhildi Ólafsdóttur, kollega okkar hér á Rás 1 úr Samfélaginu. Hún sagði okkur stórskemmtilega reynslusögu frá því þegar hún bjó til Sesarsalat fyrir fjölskylduna, með eiginmanninn andandi ofan í hálsmálið á henni. Sem sagt salat í matarspjalli dagsins.