Er hægt að borða bara eina kókosbollu?

Flestir Íslendingar elska kókosbollur og það gerum við auðvitað líka. Sigurlaug Margrét bauð uppá kókosbolluspjall í matarspjalli dagsins í Mannlega þættinum. Þar fór hún meðal annars yfir sögu kókosbollunnar sem hófst árið 1946. Eru kókosbollur til í öðrum löndum? Eru þær betri en franska makkarónukökur? Er hægt að borða bara eina kókosbollu? Þess ber að geta að Sigurlaug Margrét borðaði að minnsta kosti þrjár bollur á meðan á matarspjalli dagsins stóð.

Om Podcasten

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, spjallar um mat, uppskriftir og sitthvað fleira sem tengist matargerð í Mannlega þættinum á rás 1 á föstudögum.