Ferðumst til annarra landa heima hjá okkur

Við veltum upp nokkrum hugmyndum að skemmtilegu fjölskyldukvöldi í matarspjalli dagsins, svona fyrir helgina. Guðrún, Gunnar og Sigurlaug komu með hugmynd sem er kannski stolin og ekkert sérlega frumleg en gæti stuðlað að kærkominni tilbreytingu fyrir helgina. Við tókum viðtal í fyrra við unga konu, Ingu Ágústs, sem birti yfir langan tíma matarmyndir á Instagram, þar sem hún tók fyrir eitt land í einu og fann út hvaða matur væri dæmigerður fyrir land og þjóð. Börnin hennar tóku þátt í þessu og úr varð tilbreyting í kvöldmatnum. Við útfærðum þetta aðeins, meira um það í þættinum.

Om Podcasten

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, spjallar um mat, uppskriftir og sitthvað fleira sem tengist matargerð í Mannlega þættinum á rás 1 á föstudögum.