Færeyskt matarspjall

Það lá beint við að fá föstudagsgesti Mannlega þáttarins, þá félaga, Friðrik Ómar og Jogvan til að sitja áfram með okkur í matarspjallinu. Jogvan er mikill ástríðukokkur og kann ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu, því fengum við hann til þess að fræða okkur um færeyskan mat í matarspjallinu í dag.

Om Podcasten

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, spjallar um mat, uppskriftir og sitthvað fleira sem tengist matargerð í Mannlega þættinum á rás 1 á föstudögum.