Hallveig Rúnarsdóttir og andalæri í dós
Hallveig Rúnarsdóttir föstudagsgestur Mannlega þáttarins sat áfram með okkur Sigurlaugu Margréti í Matarspjallinu í dag. Hallveig sagði frá einum af sínum uppáhaldsréttum, confit de canard, eða andalæri elduð upp úr eigin fitu á franska vísu. en þau er hægt að fá víða í verslunum í dag í stórum niðursuðudósum.