Hvað færðu þér þegar enginn sér?

Í matarspjallinu dagsins í Mannlega þættinum veltum við fyrir okkur sakbitinni sælu, þ.e.a.s. hvað fáum við okkur að borða þegar enginn sér til. Við spurðum fólk hér í Efstaleitunu hvað væri þeirra sakbitna sæla og ræðum það svo með Sigurlaugu Margréti, besta vini bragðlaukanna. Það er óhætt að segja að það eru áhugaverðir hlutir sem fólk fær sér í kvöldmat þegar enginn sér.

Om Podcasten

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, spjallar um mat, uppskriftir og sitthvað fleira sem tengist matargerð í Mannlega þættinum á rás 1 á föstudögum.