Jón Kristinn Snæhólm brauðtertumeistari
Það styttist í fermingarnar og ómissandi á veisluborðinu er brauðtertan gamla og góða og hún nýtur enn mikilla vinsælda og á facebook hafa sprottið upp nokkrar síður henni til heiðurs auk þess sem sérstakar keppnir eru haldnar um hönnun brauðterta. Í matarspjallinu tölum við um brauðtertur og til okkar kemur góður gestur, Jón Kristinn Snæhólm sem ræðir um brauðtertumenningu landans, en hann segir sjálfur að hann búi til eina allra bestu brauðtertu, ekki í heiminum, heldur hreinlega í alheiminum.