Kolkrabbar og smokkfiskar
Sigurlaug Margrét var með matarspjallið á þessum föstudegi eins og yfirleitt og í dag var það hafið sem kallar. Hver getur ekki fundið hjá sér fallega minningu um sjávarfang í suðrænni borg, veitingastaður sem býður uppá grillaðan kolkrabba og fylltan smokkfisk,og vindurinn er heitur og leikur um andlitið. Já líklega hafa flestir upplifað eitthvað svipað þótt kolkrabbi og smokkfiskur séu kannski ekki fyrir alla en við yljuðum okkur við þessar minningar í matarspjalli dagsins.