Konunglegt matarspjall með Sigríði Pétursdóttur
Sigríður Pétursdóttir var föstudagsgestur þáttarins í þetta sinn og af því að Sigga er einnig annálaður matgæðingur fengum við hana til að vera með okkur áfram í matarspjallinu hjá Sigurlaugu Margréti og þar var hún á konunglegum nótum, því Sigga er sérfræðingur í bresku konungsfjölskyldunni og nú þegar margir landsmenn horfa á The Crown er upplagt að gera sér dagamun um helgina, í þessu blessaða Covid ástandi, og búa til High Tea stemmningu að breskum sið.