Kristín Gunnlaugs, klaustursmatur, Knorr og blúndubuxur

Í matarspjallinu í Mannlega þættinum sat Kristín Gunnlaugsdóttir, föstudagsgestur þáttarins, áfram með okkur Sigurlaugu Margréti. Þar ræddum við um matinn sem hún fékk í dvöl sinni í nunnuklaustrinu í Róm. Svo rifjuðu þær Sigurlaug upp lasagna sem Kristín eldar gjarnan, sem í grunninn kemur úr Knorrpakka og smákökur, til dæmis blúndubuxur, sem hún segir að sé nánast ómögulegt að borða snyrtilega.

Om Podcasten

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, spjallar um mat, uppskriftir og sitthvað fleira sem tengist matargerð í Mannlega þættinum á rás 1 á föstudögum.