Kristín Gunnlaugs, klaustursmatur, Knorr og blúndubuxur
Í matarspjallinu í Mannlega þættinum sat Kristín Gunnlaugsdóttir, föstudagsgestur þáttarins, áfram með okkur Sigurlaugu Margréti. Þar ræddum við um matinn sem hún fékk í dvöl sinni í nunnuklaustrinu í Róm. Svo rifjuðu þær Sigurlaug upp lasagna sem Kristín eldar gjarnan, sem í grunninn kemur úr Knorrpakka og smákökur, til dæmis blúndubuxur, sem hún segir að sé nánast ómögulegt að borða snyrtilega.