Kristín Helga var send til læknis af því hún vildi ekki borða kjöt
Matarspjallið var auðvitað á sínum stað í Mannlega þættinum í dag og við fengum Kristínu Helgu, föstudagsgest þáttarins, til að sitja áfram með okkur. Hún sagði okkur frá því hvað það þótti skrýtið þegar hún ákvað aðeins níu ára að hætta að borða kjöt. Ömmur hennar voru ekki sáttar og stúlkan var send til læknis. Hún lét það ekki á sig fá og hefur verið grænkeri síðan. Hún talaði um sinn uppáhaldsmat, sveppasósuna um jólin, grænmetislasagna, þar sem hún notar sætar kartöflur í staðinn fyrir pastaspjöldin og matinn á Ítalíu þegar hún hefur verið fararstjóri í skíðaferðum Íslendinga til Ítalíu.