Létt sumarsalat eða matarmikið salat?

Í matarspjalli dagsins í Mannlega þættinum þá ætluðum við að ræða létt sumarsalöt, en við vorum kannski komin aðeins á undan okkur, eða aðeins á undan veðrinu öllu heldur, af því að við erum raunsæisfólk og það þarf ekki annað en að líta út um gluggann til að sjá að það er ekki komið sumar, þannig að við ræddum líka matarmikil salöt og fleira.

Om Podcasten

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, spjallar um mat, uppskriftir og sitthvað fleira sem tengist matargerð í Mannlega þættinum á rás 1 á föstudögum.