Matarsendingar af himnum ofan
Í matarspjallinu í Mannlega þættinum i?dag veltum við fyrir okkur matarsendingum af veitingastöðum sem nú hafa fengið vængi því nú hefur AHA tekið í notkun nokkra dróna í þeim tilgangi að koma matnum heim til fólks. Hvernig fer þetta í loftið og hvernig tekur maður á móti svona sendingu? Við tölum við Maron Kristófersson í matarspjallinu og Sigurlaug Margrét velti fyrir sér hvort hægt sé að fljúga með fullkomna Pavlovu á þennan hátt? Við fengum Sigurlaugu líka til að segja okkur frá því hvað er steik með dropasósu?