Matarspall með Þuríði Sig. - matarpakkar fyrir fólk í sóttkví
Í matarspjalli dagsins töluðum við um matarpakka eða matargjafir sem er t.d. fallegt að færa fólki í sóttkví. Hvað er sniðugt að setja í slíka pakka? Sumir hafa verið svo hugulsamir að skilja eftir góðgæti og eitthvað sem gleður, á tröppum hjá nágrönnum eða vinum og ættingjum í sóttkví. Þuríður Sigurðardóttir færði ástvinum í sóttkví pakka, sem innihélt meðal annars kálböggla. Við heyrðum í henni í matarspjalli dagsins.