Matarspjall á Kaffi Ilmi á Akureyri
Matarspjall dagsins í Mannlega þættimm var norður á Akureyri í dag. Við veltum fyrir okkur þjóðlegum og norðlenskum bakstri með tveimur kjarnakonum sem hafa rekið Kaffi Ilm á Akureyri undanfarin 10 ár en kaffihúsið er lokað yfir vetrartímann. Þær Þórhildur Þórhallsdóttir og Ingibjörg Baldursdóttir opnuðu þó dyrnar í dag fyrir útsendara Mannlega þáttarins því við fengum að kynnast sögu þessa gamla húss sem stendur svo tignarlega gult í skátagilinu.