Matarspjall með lækninum í eldhúsinu
Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Ragnar Freyr Ingvarsson sérfræðingur í gigtar- og lyflækningum og umsjónarlæknir COVID19-göngudeildar Landspítala en hann er kannski best þekktur sem læknirinn í eldhúsinu. Því fengum við hann til að vera með okkur líka í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti enda mikill ástríðukokkur og getur að eigin sögn talað endalaust um matargerð.