Matarspjall með Þuríði Sigurðardóttur
Þuríður Sigurðardóttir, föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn, sat áfram með okkur í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti. Þar sagði hún okkur meðal annars frá því hvernig hún gerir saltkjötsbollur, fiskibollur og kjötfars í anda móður sinnar en Þuríður er mikill listakokkur.