Matarspjall með Villa Neto
Sigurlaug Margrét kom svo að sjálfsögðu til okkar í dag í matarspjall dagsins. Við fengum Villa Neto, föstudagsgest Mannlega þáttarins, til að sitja áfram með okkur og ræða við okkur um mat. Þar var portúgalskur matur fyrirferðamikill, saltfiskur, kolkrabbi, djúpsteiktar sardínur, djúpsteiktur áll og kýldar kartöflur.