Matarspjall við Knút í Friðheimum um tómata
Í matarspjalli dagsins kom Knútur Rafn Ármann búfræðingur frá Hólum, en hann rekur ásamt eiginkonu sinni, Helenu Hermundardóttur garðyrkjufræðings frá Reykjum og fimm börnum sínum tómataræktina í Friðheimum í Grímsnesi. Þau heita Dóróthea, Karítas, Matthías Jens, Arnaldur og Tómas Ingi og öll taka þau virkan þátt í búskapnum. Fjölskyldan tekur líka á móti gestum, sýnir þeim hvernig tómataræktunin gengur fyrir sig og gefur þeim að smakka á afurðunum. Sem sagt tómatar í matarspjalli dagsins.