Ólafur Kjartan og söngmatarspjall
Matarspjallið var auðvitað á sínum stað í Mannlega þættinum. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna kom til okkar og var á söngmatarnótum í þetta sinn. Hvað borða almennilegir óperusöngvarar? Hvaða matur fer vel í söngvara og æsa óperur upp matarlyst og matarást á einhverjum sérstökum mat? Ólafur Kjartan, föstudagsgestur þáttarins sat sem sagt áfram með okkur og talaði um mat frá ýmsum hliðum.