Ólafur Kjartan og söngmatarspjall

Matarspjallið var auðvitað á sínum stað í Mannlega þættinum. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna kom til okkar og var á söngmatarnótum í þetta sinn. Hvað borða almennilegir óperusöngvarar? Hvaða matur fer vel í söngvara og æsa óperur upp matarlyst og matarást á einhverjum sérstökum mat? Ólafur Kjartan, föstudagsgestur þáttarins sat sem sagt áfram með okkur og talaði um mat frá ýmsum hliðum.

Om Podcasten

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, spjallar um mat, uppskriftir og sitthvað fleira sem tengist matargerð í Mannlega þættinum á rás 1 á föstudögum.